Næsta námskeið verður 17.- 20. desember 2018
frá kl. 15 – 20.

Skráning hér

Námskeiðið
Miðað er við aldurshópinn 13 – 16 ára. Á námskeiðinu fá nemendur að vinna sína eigin stuttmynd, allt frá handritagerð til eftirvinnslu.

Unnið verður með Premiere Pro og Celtx.

Í lok námskeiðsins verður sýning á stóra tjaldinu og verða stuttmyndirnar í framhaldinu sýndar á visir.is

Innifalið eru tæki til notkunar, myndavélar, forrit og stór minniskubbur þar sem nemendur geta varðveitt vinnu sína og afrakstur.

Leiðbeinandi Annetta Ragnarsdóttir kvikmyndagerðarkona stýrir námskeiðinu en hún er útskrifuð sem leikstjóri og framleiðandi frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hún hefur meðal annars starfað við gerð mynda á borð við Hjartastein, Ófærð og Víti í Vestmannaeyjum. Annetta rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir fyrst og fremst heimildamyndir. Annetta er að auki markþjálfi og nýtir hún sér markþjálfunarfræði til að draga fram það besta í fari hvers og eins.

Skráning á námskeið