Nýtt námskeið í ágúst!

Við höfum bætt við einu helgarnámskeiði sem verður í boði 10. – 12. ágúst:

Kennt er föstudaginn 10. ágúst frá 16-19,
laugardaginn 11. ágúst frá 10-18,
sunnudaginn 12. ágúst frá 10-18

Verð: 25.000 kr.

Staðsetning: Kvikmyndaskóli Íslands, Grensásvegi 1

Skráning hér

Sumarnámskeið
Námskeiðin erufyrir aldurshópinn 13 – 16 ára. Á námskeiðinu fá nemendur að vinna sína eigin stuttmynd, allt frá handritagerð til eftirvinnslu.

Unnið verður með Premiere Pro og Celtx.

Í lok námskeiðsins verður sýning á stóra tjaldinu og verða stuttmyndirnar í framhaldinu sýndar á visir.is

Innifalið eru tæki til notkunar, myndavélar, forrit og stór minniskubbur þar sem nemendur geta varðveitt vinnu sína og afrakstur.

Skráning hér

Skipulag og verð
Í boði eru námskeið fyrir eða eftir hádegi:

11.- 15. júní frá kl. 9 – 13 eða frá 14 – 18
18.- 22. júní frá kl. 9 – 13 eða frá 14 – 18
23.- 27. júlí frá kl. 9 – 13 eða frá 14 – 18

Leiðbeinandi Annetta Ragnarsdóttir kvikmyndagerðarkona stýrir námskeiðinu en hún er útskrifuð sem leikstjóri og framleiðandi frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hún hefur meðal annars starfað við gerð mynda á borð við Hjartastein, Ófærð og Víti í Vestmannaeyjum. Annetta rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir fyrst og fremst heimildamyndir. Annetta er að auki markþjálfi og nýtir hún sér markþjálfunarfræði til að draga fram það besta í fari hvers og eins.

Skráning á námskeið